Header Paragraph
Farvegir íslenskra leikrita í Vesturheimi
Dr. Magnús Þór Þorbergsson, leiklistarráðunautur Borgarleikhússins, flytur hinn árlega fyrirlestur í alþjóðlegu Guttorms J. Guttormssonar fyrirlestraröðinni í Veröld ̶ Húsi Vigdísar, Auðarsal, 21. nóvember 2024. Viðburðurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir!
Í fyrirlestrunum skoðar Magnús ólíka farvegi leikrita meðal Vestur-Íslendinga, bæði þeirra sem bárust í handritum frá Íslandi sem og þeirra sem skrifuð voru af vestur-íslenskum höfundum. Þessir farvegir varpa ljósi á margslungið tengslanet vestur-íslenskrar menningar, sem fléttar sig allt frá ríkjunum í kringum Vötnin miklu til Kyrrahafsstrandarinnar.
Dagskrá:
- 15:00 — Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, býður gesti velkomna og flytur ávarp.
- 15:05 — Jenny Hill, sendiherra Kanada á Íslandi, flytur ávarp.
- 15:10 — Heather Alda Ireland, barnabarn Guttorms og fyrrum heiðurskonsúll Íslands í Bresku Kólumbíu og Júkon, flytur ávarp.
- 15:20 — Dr. Magnús Þór Þorbergsson: „Farvegir íslenskra leikrita í Vesturheimi“
- 16:10 — Léttar veitingar bornar fram í Vigdísarstofu, Veröld.
- 17:00— Viðburði lýkur.
Dr. Birna Bjarnadóttir stýrir viðburðinum.
Image