Birna Arnbjörnsdóttir er prófessor emerita við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands og fulltrúi Íslands í undirbúningsnefnd Alþjóðlegs áratugar frumbyggjamála tók þátt í málþinginu „Efling frumbyggjatungumála í netheimum“ sem haldið var í dag í höfuðstöðvum UNESCO í París.

Niðurstöður ráðstefnunnar EUROCALL 2022, sem haldin var dagana 16.-19. ágúst 2022 eru komnar út í ráðstefnuritinu Intelligent CALL, granular systems and learner data: short papers from EUROCALL 2022.

Norræna ráðstefnan Nordic Intercultural Communication 2022 (NIC) fór fram í 27. skipti í Veröld – húsi Vigdísar dagana 24.-26. nóvember 2022. Um er að ræða ráðstefnu sem haldin er árlega undir merkjum samstarfsnetsins NIC í einhverju norðurlandanna auk baltnesku landanna Eistlands, Lettlands og Litháen. 

Út er komið hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum rit um tungumála- og menningarlegan fjölbreytileika í tungumálakennsluefni á Norðurlöndunum.

Vigdísarstofnun stóð í fyrir málþinginu The Voices and Languages of Indigenous and Minority Communities: What Can Women Leaders Do? í Veröld – húsi Vigdísar þann 9. nóvember.

Í tilefni af Alþjóðadegi rómískunnar, tungumáli Rómafólks, stóð Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar fyrir málþingi í Veröld í dag.

Þéttsetið var á málstofu sem Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar stóð fyrir í gær á ráðstefnunni Arctic Circle. Umræðuefni fundarins voru frumbyggjamál norðurslóða en málstofan var skipulögð í tengslum við Alþjóðlegan áratug frumbyggjatungumála (IDIL 2022-2032). 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti í dag Háskóla Íslands og fékk kynningu á starfi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar í Veröld – húsi Vigdísar.

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra veitti í dag Juergen Boos, forstjóra Bókastefnunnar í Frankfurt, alþjóðlegu Vigdísarverðlaunin 2022 við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands.

Hátt í tvö hundruð sérfræðingar í tungumálum, menningu og málefnum Mið-Austurlanda voru saman komnir í Veröld – húsi Vigdísar dagana 22.-24. september þegar alþjóðlega ráðstefnan The Middle East in Myth and Reality var haldin.

Listmunir og fatnaður, bréf og skjöl og gjafir erlendra þjóðhöfðingja er meðal þess sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, afhendir Háskóla Íslands fyrir sýningu sem sett verður upp í gömlu Loftskeytastöðinni og helguð er forsetatíð hennar. .

„Heimur án hindrana: Þýðing og túlkun á tungumálum frumbyggja“ er alþjóðlegt málþing sem haldið verður föstudaginn 30. september í tilefni af Alþjóðadegi þýðenda og túlka.