Vigdísarstofnun, STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi og Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands taka árlega höndum saman og halda upp á Evrópska tungumáladaginn, með stuðningi Mennta- og barnamálaráðuneytisins. 

 

Boðið var upp á veglega dagskrá í tilefni Vestnorræna dagsins í Veröld – húsi Vigdísar og Norræna húsinu þann 23. september.

 

""

Fundur stjórnar Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var haldinn þann 14. september 2022 í Veröld – húsi Vigdísar.

 

Alþjóðlega ráðstefnan Generation Asia 2022 fór fram  í Veröld – húsi Vigdísar dagana 22.-26. ágúst 2022, en hún var haldin í samstarfi við Nordic Institute of Asian Studies (NIAS). 

Ráðstefnan EUROCALL 2022 var haldin á rafrænan hátt dagana 16.-19. ágúst 2022, en hún er haldin árlega að tilstuðlan samtakanna EUROCALL (The European Association for Computer Assisted Language Learning).

 

Ársfundir Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar þar sem árið 2021 var gert upp, voru haldnir í Veröld – húsi Vigdísar föstudaginn 29. apríl.

 

Þýskufræðingar frá Norður- og Eystrasaltslöndunum komu saman í Veröld – húsi Vigdísar dagana 8.-10. júní á alþjóðlegu ráðstefnunni XII. Nordisch-Baltische GermanistenTreffen sem haldin er á þriggja ára fresti og Vigdísarstofnun skipuleggur í ár.

 

Kennsla norrænna tungumála og fjöltyngi á norðurlöndunum var meðal þess sem fjallað var um á ráðstefnunni NORDAND 15 sem haldin var dagana 24.-26. maí í Veröld – húsi Vigdísar, í samvinnu Vigdísarstofnunar, Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

 

Þriggja manna hópur sem samanstóð af fulltrúum landsnefnda UNESCO í Kanada og Frakklandi heimsótti Veröld – hús Vigdísar í dag til að kynna sér Vigdísarstofnun – alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar. 

 

Sofia Zahova, rannsóknarsérfræðingur hjá Vigdísarstofnun kynnti stefnu stofnunarinnar innan ramma Alþjóðlegs áratugs frumbyggjatungumála (IDIL 2022-2032) á viðburðinum From global to local: Making the International Decade of Action for Indigenous Languages, sem var skipulagður af UNESCO í New York.

 

Á 21. þingi fastaþings Sameinuðu þjóðanna um málefni frumbyggja, sem fram fór í New York í gær, 25. apríl, lagði fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum fram yfirlýsingu sem birt hefur verið á vefsíðu ríkisstjórnarinnar.

 

Alþjóðlegur áratugur frumbyggjatungumála – IDIL 2022-2032, var settur við hátíðlega athöfn í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Um leið fagnaði Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar fimm ára afmæli sínu, en starfsemi hennar hófst í apríl 2017 þegar Veröld – hús Vigdísar var tekin í notkun.