Fulltrúar UNESCO í Kanada og Frakklandi heimsækja Vigdísarstofnun

Þriggja manna hópur sem samanstóð af fulltrúum landsnefnda UNESCO í Kanada og Frakklandi heimsótti Veröld – hús Vigdísar í dag til að kynna sér Vigdísarstofnun – alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar. Fundurinn var haldinn í framhaldi af  alþjóðafundi Evrópskra landsnefnda UNESCO sem haldinn var fyrr í vikunni af Íslensku UNESCO nefndinni. 

Hópurinn fékk kynningu á miðstöðinni og áherslum hennar, m.a. þau áform sem hafa verið mótuð í tengslum við Alþjóðlegan áratug frumbyggjatungumála. Á fundinum var einnig rætt um önnur UNESCO störf miðstöðvarinnar og möguleika á framtídarsamstarfi auk þess sem gestirnir skoðuðu tungumálasýninguna Mál í mótun

Kristinn Ingvarsson tók meðfylgjandi mynd, en á henni eru, frá vinstri: David Schimpky, skristofustjóri Kanadísku landsnefndar UNESCO, Ann-Sofie Nielsen Gremaud, stjórnarformaður Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, Roda Muse, aðalritari Kanadísku landsnefndar UNESCO, Jacque Rao, aðalritari Frönsku landsnefndar UNESCO og Birna Arnbjörnsdóttir, meðlimur í stýrihóp IDIL 2022-2032 og fyrrum forstöðumaður Stofnunar og Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.