Fyrirlestraröð Vigdísarstofnunar vorið 2022

Tungumál í víðum skilningi verða viðfangsefni fjölbreyttrar dagskrár fyrirlestraraðar Vigdísarstofnunar vorið 2022. Að þessu sinni munu tveir fyrirlesarar fjalla hverju sinni um ýmis málefni tengd tungumálum út frá mismunandi sjónarhornum.

Viðburðirnir fara fram í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar á þriðjudögum kl. 16:30-17:30. Gjaldfrjálst er á fyrirlestrana og allir velkomnir.

Dagskrá: 

8. mars Framandi en samt svo kunnuglegar
Fyrirlesarar: Hólmfríður Garðarsdóttir og Halldóra S. Gunnlaugsdóttir

15. marsHvers vegna hræðumst við ímyndunaraflið?
Fyrirlesarar: Gísli Magnússon og Gunnar Hersveinn

5. aprílSmásögur Rómafólks
Fyrirlesarar: Ásdís Magnúsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir

19. aprílTorlæsir, gamlir og framandi
Fyrirlesarar: Geir Þórarinn Þórarinsson og Þórir Hraundal