
Fyrirlestraröðin er haldin í minningu Guttorms J. Guttormssonar (1878 –1966), skálds Nýja Íslands. Sonur íslensku vesturfaranna Jóns Guttormssonar (1841– 1896) og Pálínu Ketilsdóttur (1849– 1886), Guttormur fæddist á bóndabænum Víðivöllum við Íslendingafljót, ekki langt frá Riverton, Manitoba. Hann missti móður sína sjö ára gamall og föður sinn sextán ára. Eftir andlát föðurins vann Guttormur ýmis störf til að sjá sér farborða, meðal annars við járnbrautarlögn, skógarhögg, byggingarvinnu og landmælingar. Árið 1908 sneri hann aftur til Víðavalla, keypti jörð foreldra sinna og stundaði þar búskap til æviloka. Eiginkona hans var Jensína Júlía Daníelsdóttir (1884–1962) og eignuðust þau fimm börn: Arnheiði, Pálínu Kristjönu, Bergljótu, Huldu Margréti og Gilbert Konráð.