Ian McEwan tekur við bókmenntaverðlaunum í Veröld – húsi Vigdísar
Hinn heimsþekkti rithöfundur Ian McEwan veitti fyrstu alþjóðlegu bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar í dag, 19. september. Verðlaunin nema 15.000 evrum og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistarinnar með verkum sínum.
Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, afhenti verðlaunin og Árni Óskarsson, þýðandi bóka McEwans sagði frá höfundinum og verkum hans. Að því loknu hélt höfundurinn sjálfur erindi. Að viðburðinum í Veröld – húsi Vigdísar loknum, áritað McEwan eintök af nýjastu bók sinni, Machines Like Me, sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar undir nafninu Vélar eins og ég .
Komið hafa út 18 bækur eftir Ian McEwan, en einnig kvikmyndahandrit, barnasögur, leikrit og óperutextar, alls rúmlega 170 verk. Hann hefur hlotið ótal verðlauna og er almennt talinn meðal virtustu höfunda Bretlands.
Myndir: Kristinn Ingvarsson.
Upptaka frá verðlaunaafhendingunni.