Japanshátíð á netinu
Boðið verður upp á glæsilega dagskrá á Japanshátíð Japönskudeildar Háskóla Íslands, sem í ár verður haldin á netinu í heila viku dagana 1.-7. febrúar. Hátíðin er haldin í samvinnu við Sendiráð Japans á Íslandi, Íslensk-japanska félagið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.
Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni, en meðal þess sem verður á dagskrá er höfundaspjall við rithöfundana Yoko Tawada og Ólaf Jóhann Ólafsson, kennsla í japanskri matreiðslu og föndri, og kynning á japönskunámi á Íslandi og í Japan.
Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu hátíðarinnar.