Ný stjórn Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar

Í ársbyrjun 2022 urðu breytingar á stjórn Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar. Ásdís Rósa Magnúsdóttir sem verið hafði formaður stjórnar frá því í maí 2018 lét af formennsku en stjórn Vigdísarstofnunar skipa nú Ann-Sofie Nielsen, Geir Sigurðsson og Sofiya Zahova, öll fulltrúar Háskóla Íslands, Guðrún Kvaran, fulltrúi ríkisstjórnar tilnefnd af  mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Irmgarda Kasinskaite, fulltrúi aðalframkvæmdastjóra UNESCO og Sæunn Stefánsdóttir, fulltrúi íslensku UNESCO-nefndarinnar.