UNESCO málþing á Alþjóðadegi þýðenda og túlka
„Heimur án hindrana: Þýðing og túlkun á tungumálum frumbyggja“ er alþjóðlegt málþing sem haldið verður föstudaginn 30. september í tilefni af Alþjóðadegi þýðenda og túlka. Viðburðurinn er skipulagður af UNESCO í samvinnu við þýðendasamtökin Translation Commons í tilefni af Alþjóðlegum áratugi frumbyggjatungumála.
Þingið hefst kl. 14:00 og verður því streymt hér: https://www.youtube.com/watch?v=TJjUfILRKno