HVENÆR
18. nóvember 2023
10:00 til 12:00
HVAR
Veröld - hús Vigdísar
Heimasvæði tungumála, 2. hæð
NÁNAR

 

 

Vinnustofa kennara: Menningarmót - fjöltyngi og fjölbreytni sem fjársjóður 

Image

Kristín R. Vilhjálmsdóttir mun í vinnustofunni kynna hagnýtar leiðir í skólastarfi til að leyfa öllum tungumálum og reynsluheimum barna og ungs fólks að blómstra gegnum sköpun og samskipti. 

Hún kynnir m.a verkefnið Menningarmót sem hún hefur þróað og unnið í fjölmörgum grunn- og framhaldsskólum á Íslandi og í Danmörku síðasta áratuginn  þar sem börn verða meðvituð um eigin styrkleika og þann kraft sem býr í margbreytileikanum  út frá vinnu með fjölbreytta menningu og tungumál.

Markmið Menningarmóta er meðal annars að varpa ljósi á þá styrkleika sem fylgir því að geta talað og skilið mörg tungumál og að nýta fjöltyngi nemenda sem leið til að stuðla að forvitni og áhuga á tungumálum almennt. Menningarmót hlaut verðlaunin The  European Language Label árið 2017.

Kristín mun einnig miðla sinni eigin reynslu af að hafa nánast “fryst” móðurmálið sitt - íslenskuna - í 30 ár og “tungumálaskömmina” sem fylgdi því.

Kristín R. Vilhjalmsdóttir er sjálfstætt starfandi og rekur fyrirtækið “Kulturkompasset”. Sérhæfing hennar felst m.a í að aðstoða danskar og íslenskar mennta- og menningarstofnanir við að innleiða starfsemi og verkefni með áherslu á fjölbreyttum tungumálum, menningarfærni og -næmi. Hún er menntaður tungumálakennari og er með meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun.

Vinnustofan er þátttakendum að kostnaðarlausu og engrar skráningar er krafist.

Vinnustofur kennara eru samstarfsverkefni Vigdísarstofnunar og STÍL - Samtaka tungumálakennara á Íslandi.

facebook