Litháarnir við Laptevhaf

Þann 14. júní 1941 var Dalia Grinkevičiūtė, 14 ára gömul, meðal þeirra þúsunda íbúa Eystrasaltsríkjanna sem sovésk yfirvöld fluttu nauðuga til Síberíu í þrælkunarvinnu. Bókin Litháarnir við Laptevhaf  hefur að geyma minningar hennar frá fyrstu árum útlegðarinnar og eru vitnisburður um þá hryllilegu meðferð sem útlagarnir þurftu að sæta og viðhaldi mennskunnar í ómanneskjulegum kringumstæðum.

Bókin er gefin út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskólaútgáfunni og styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta, Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Lithuanian Culture Centre. Vilma Kinderyté og Geir Sigurðsson þýddu verkið úr litháísku og Geir Sigurðsson skrifaði inngang. Ritstjóri var Rebekka Þráinsdóttir og Ragnar Helgi Ólafsson sá um kápuhönnun.

Bókin er fáanleg í vefverslun Háskólaútgáfunnar og öllum helstu bókaverslunum.