Pólskir dagar í Veröld 17.-21. febrúar

Pólskir dagar verða haldnir í Veröld – húsi Vigdísar dagana 17.-21. febrúar. Dagarnir eru skipulagðir af Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands og Vigdísarstofnun í samstarfi við Háskólann í Varsjá og Sendiráð Póllands í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis á alla viðburðina. 

Dagskrá:

Veröld – hús Vigdísar, 2. hæð, 17. febrúar kl. 17:00-19:00
Fyrirlestur og matarsmökkun
Joanna Predota frá Háskólanum í Varsjá heldur fyrirlesturinn Historical insight on Polish „food culture”. Að fyrirlestri loknum mun Pólska sendiráðið á Íslandi bjóða áheyrendum að smakka á ekta pólskum mat. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.

Veröld – hús Vigdísar, fyrirlestrasalur, 18. febrúar kl. 18:00-20:00
Kvikmyndasýning: Corpus Christi (2019)
Leikstjóri/Director: Jan Komasa
Sýningartími/Duration: 1 h 55 min
Sýnishorn/Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=0dnOJnJVjyk
Enskur texti/English subtitles.
Fyrir sýningu verður Joanna Predota frá Háskólanum í Varsjá með örstutta kynningu á myndinni.

Veröld – hús Vigdísar, 2. hæð, 20. febrúar kl. 15:00-16:00
Joanna Predota heldur fyrirlesturinn Tricks and surprises while teaching heterogeneous groups
Ágrip: The problem of having students on different levels in one group is everyday struggle for teachers of “small languages”. How to keep more advanced students interested? How to help those who are less advanced and motivate them? In my presentation I will try to show some ideas and inspirations on how to deal with this type of groups and make the learning process effective and motivating for both: students and teachers.
Joanna Prędota, PhD in the field of linguistics, teaches Polish as a foreign language since 2009, lecturer in “POLONICUM” Center of Polish language and Culture for Foreigners at the University of Warsaw; author of textbooks for Polish as inherited language and articles on methodology of teaching and methodology of teaching related to psycholinguistics; interested in psycholinguistics, comparative linguistics, history of culture.

Veröld – hús Vigdísar, fyrirlestrasalur, 20. febrúar kl. 18:00
Pólskir dagar í Veröld: Vinci (2004)
Leikstjóri/Director: Juliusz Machulski
Sýningartími/Duration: 1 h 48 min
Sýnishorn/Trailer: https://www.youtube.com/watch?v=6giTsJXa9aM
Fyrir sýningu verður Joanna Predota frá Háskólanum í Varsjá með örstutta kynningu á myndinni.

Veröld – hús Vigdísar, 21. febrúar 
Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn
Hópur barna tekur þátt í tungumálaverkefni í Veröld – húsi Vigdísar