í Fréttir, News

               
Róma fjölskylda á Seyðisfirði, 1912. Mynd: Þjóðminjasafn Íslands. Björn Björnsson tók myndina.                      Sofiya Zahova, nýdoktor. 

Roma in the Centre er þverfaglegt rannsóknarverkefni um menningu Rómafólks. Stjórnandi verkefnisins er Sofiya Zahova, nýdoktor við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Markmið verkefnisins er að rannsaka og stuðla að kynningu á bókmenntum og menningu Rómafólks/Sígauna, en fulltrúar þeirra eru í lykilhlutverkum innan verkefnisins.

Sem hluti af verkefninu, verður Alþjóðleg ráðstefna um Rómafólk haldin í Veröld – húsi Vigdísar dagana 15-17. ágúst, þar sem 126 þátttakendur frá 30 löndum munu koma saman til að ræða stöðu Rómafólks, menningu og listir.

Allar nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

Aðrar fréttir
X