Rit um fólksflutninga í verkum ítalskra höfunda

Út er komið hjá pólska forlaginu DIG þriðja bindi ritraðarinnar Italipolis. Collana di studi italianistici, undir nafninu Di esuli, migranti e altri viaggiatori: trans(n)azioni fra letteratura e storia. Annar tveggja ritstjóra verksins er Stefano Rosatti, aðjunkt í ítölsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, en hann ritstýrði einnig fyrsta bindi raðarinnar í samvinnu við Dario Prola.

Í bókinni er fjallað um fólksflutninga í víðu samhengi og birtingarmyndir þeirra í verkum ítalskra höfunda; um flóttamenn, farandverkafólk, sendiherra menningarheima jafnt sem ríkja og ótal afbrigði ferðamennskunnar.

Bókin er gefin út  í samstarfi við Háskólann í Varsjá og Háskólann í Vilníus en nánari upplýsingar má finna á vef pólska forlagsins DIG