Tungumálasýning hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var meðal þeirra sem hlutu styrki úr Barnamenningarsjóði Íslands sem veittir voru í Hörpu þann 24. maí. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fluttu ávörp við úthlutun sjóðsins, en hlutverk hans er að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífinu. Sjóðurinn var stofnaður í til­efni ald­araf­mæl­is full­veld­is­ins og er þetta er í annað sinn sem út­hlutað er úr honum. 
Stofnunin þakkar kærlega fyrir styrkinn sem verður nýttur til gerðar margmiðlunarsýningar um tungumál heimsins sem mun opna í Veröld – húsi Vigdísar. Um er að ræða varanlega sýningu sem ætluð er til fræðslu og vitundarvakningar um tungumál heims í víðri merkingu þar sem málvísindum verður miðlað til grunnskólanema og annarra gesta á gagnvirkan og lifandi hátt til þess að örva hugsun, vekja áhuga og skilning, og styðja við nám og kennslu sem tengist tungumálum.  
Yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands fyrir árið 2020  má finna á vefsíðu Stjórnarráðsins